top of page

UM OKKUR

Gistiheimilið okkar er staðsett í hjarta Grímseyjar rétt fyrir ofan höfnina.

Húsið sjálft er á þremur hæðum, gistihúsið á þeim tveimur efstu en gallerí og kaffihús á þeirri neðstu. 

Við höfum sex svefnherbergi með uppábúnum rúmum með hágæða-líni, tveimur koddum á gest, handklæði og þvottapoka.

Sameiginleg eldhúsaðstaða, stofa og baðherbergi er til staðar fyrir gesti. 

Við bjóðum ókeypis aðgang að þráðlausu neti.

Barnarúm fyrir börn undir tveggja ára aldri er til boða án endurgjalds.

Gullsól Guesthouse
Gullsól Guesthouse
Gullsól Guesthouse

Hvers vegna að velja Gullsól og Grímsey?

  • Hér eru mögnuð sólsetur og sólarupprásir.

  • Persónuleg þjónusta.

  • Norðurljósin eru tíð yfir vetrartímann.

  • Falleg náttúra.

  • Ókeypis þráðlaust net.

  • Við erum í hjarta Grímseyjar.

  • Vinalegt og hjálpfúst starfsfólk.

  • Hágæða lín.

  • Og fjöldamargt fleira.

Að ferðast til Grímseyjar

Það er einfalt að komast til Grímseyjar með ferjunni eða flugi.

 

Bókunarsíða ferjunnar er hér: samskip.is/innanlandsflutningur/saefari

 

Bókunarsíða Norlandair: norlandair.is/en/scheduled-flights

bottom of page